1.7 C
Selfoss

Unglingastarf Björgunarfélags Árborgar

Vinsælast

Unglingastarf Björgunarfélags Árborgar hefur verið öflugt í gegn um tíðina. Þar hafa sprottið upp reynslumikið björgunarsveitarfólk sem heldur áfram í sveitinni og er til taks fyrir okkur hin. Starfið hefst í dag, 6. október en allir unglingar sem fæddir eru 2005 eða 2006 (10. bekkur og fyrsta ár framhaldsskóla) eru velkomnir. „Það er mikið um að vera í starfinu og ungmennin fá að kynnast ólíkum flötum á því. Þau fara út fyrir þægindarammann á sínum forsendum við að prófa að síga og læra aðra hluti. Þau verða kynnt fyrir jeppamennsku, bátasiglingum, hellaferðum, vetrarfjallamennsku, sundi í straumhörðum ám, útivist og margt fleira. Það er óhætt að segja að þau fái snertiflöt við alla þætti þess starfs sem fer fram innan Björgunarfélags Árborgar. Þá taka þau virkan þátt í flugeldasölunni,“ Segir Sveinn Ægir Birgisson, hjá BFÁ. Aðspurður segir Sveinn  að starfið sé vissulega, samhliða því að vera skemmtilegt og krefjandi, afar þroskandi. „Það er auðvitað þannig að í gegn um allt starfið okkar erum við að kenna þeim ólíka hluti. Þá eru þau í miklum samskiptum hvert við annað og það eflir félagsþroska, getu til að vinna í hóp og margt fleira. Það er því ekki bara skemmtunin sem ræður ríkjum heldur er vissulega að fara fram skipulagt nám á ólíkum sviðum sem nýtist í lífinu almennt.“

Nýjar fréttir