-7.9 C
Selfoss

Tolli gefur Krabbameinsfélagi Árnessýslu málverk

Vinsælast

Krabbameinsfélag Árnes­sýslu hefur fengið rausnar­lega gjöf frá listamanninum Tolla. Málverkið er til sýnis í Gallerý Listasel í miðbæ Selfoss. Málverkið er málað með olíulitum. Í samtali við Guðmundu og Erlu hjá Krabba­meinsfélaginu kemur fram að verkið sé til sölu og seljist hæst­bjóðanda. „Það verður hægt að skoða verkið í Gallerý Listasel og bjóða í það þar fram til 28. október nk. Það verður svo afhent hæstbjóðanda þann 29. október þegar við höldum bleika boðið okkar,“ segja Erla og Guðmunda. Þá vill Krabbameinsfélagið koma á framfæri miklum þökkum til Tolla fyrir að hafa gefið verkið.

Nýjar fréttir