3.9 C
Selfoss

Niðurstöður í Suðurkjördæmi óbreyttar eftir endurtalningu

Vinsælast

Endurtalningu í Suðurkjördæmi lauk um miðnætti í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum dfs.is voru gerðar tvær talningar sem báðar skiluðu sömu niðurstöðu. Talningin gekk vel og umboðsmenn allra framboða, utan Frjálslynda lýðræðisflokkinn, voru viðstaddir. Þá gátu þeir spurt út í framkvæmd talningarinnar ásamt fleiru, en Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar fór yfir málin með þeim sem það kusu.

Alls voru það fimm framboð sem óskuðu eftir endurtalningu og ákvað yfirkjörstjórn að fara eftir þeirri beiðni. Afar mjótt var á munum í atkvæðagreiðslunni, en einungis munaði 7 atkvæðum á lista Miðflokksins og Vinstri grænna, sem náði ekki inn manni. Miðflokkurinn fékk því síðasta kjördæmakjörna þingmann kjördæmisins.

Nýjar fréttir