-10.6 C
Selfoss

Starfshópur telur ræktun orkujurta til framleiðslu á lífolíu hagkvæma á Íslandi

Vinsælast

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fékk á dögunum afhenta skýrslu starfshóps um ræktun og framleiðslu úr orkujurtum. Meginniðurstaða starfshópsins er að sjálfbær ræktun orkujurta, þ.m.t. repju, til framleiðslu á lífolíu (lífdísil) og öðrum afurðum sé hagkvæm hér á landi. Í skýrslunni segir að eftirspurn eftir lífolíu muni vaxa mikið á næstu árum samhliða því að dregið verði úr nýtingu jarðolíu. Framleiðsla og nýting lífolíu úr orkujurtum geti því dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Skýrslan var afhent á bænum Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, en þar hafa verða gerðar tilraunar með repjuræktun til margra ára. „Rannsóknir sýna að hægt er að framleiða hér á landi lífdísil úr repjuolíu sem nýta megi sem eldsneyti á þorra þeirra véla sem gerðar eru fyrir dísilolíu úr jarðolíu. Íslensk framleiðsla sparar innflutning og vinnsla afurðanna skapar atvinnu og eykur sjálfbærni. Efling akuryrkju, ræktun orkujurta og nýting repjuolíu getur því dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á margvíslegan hátt,“ segir ráðherra.

Nýjar fréttir