-10.6 C
Selfoss

Valdið heim

Vinsælast

Það er orðið ljóst að baráttan á landsbyggðinni verður á milli sósíalískrar byggðastefnu Sósíalistaflokksins annarsvegar og gömlu landsbyggðaflokkanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Á vakt þessara tveggja flokka hafa völd og auður streymt frá landsbyggðinni. Gegn þessari eyðileggingarstefnu teflir Sósíalistaflokkurinn fram sósíalískri byggðastefnu.

Heilbrigðisþjónustuna heim

Nýfrjálshyggjuvæðing almannaþjónustunnar hefur leitt til þess að heilbrigðiskerfið er út frá reiknilíkönum úr Excel skjölum í stað þess að miða þjónustuna við þörf íbúanna. Meira og meira af þjónustunni er flutt til Reykjavíkur. Fátækt fólk ræður illa við að sækja þjónustuna þangað. Heilbrigðisstarfsfólki er þrælað út. Fólk gefst upp í starfi þar sem það brennur einfaldlega út sem síðan leiðir til enn meira álags á þá sem eftir eru. Það þarf að stórauka fjármagn til heilbrigðiskerfisins.

Stórfelld uppbygging óhagnaðardrifins húsnæðis.

Gegn einkavæðingarstefnu nýfrjálhyggjunnar teflum við Sósíalistar fram öflugri húsnæðisstefnu þar sem við viljum byggja 30 þúsund óhagnaðardrifnar íbúðir út um allt land. Það er ekki bara fólk á höfuðborgarsvæðinu sem býr í leiguhúsnæði, á Suðurlandi eru fjölmargar fjölskyldur að greiða bröskurum okurleigu. Þessu munum við Sósíalistar breyta.

Sósíalísk landbúnaðarstefna og gjaldfrjálst vegakerfi

Framsóknar og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ávallt lagt áherslu á stórbýli og milliliði. Gegn þessu tefla Sósíalistar alvöru landbúnaðarstefnu sem leggur áherslu á smærri- og millistór býli og uppbyggingu fjölskyldurekinnar ferðaþjónustu. Við viljum veita afslátt á raforkuverði til gróðurhúsaræktar og setja búsetuskildu eða aðrar takmarkanir á jarðir sem seldar eru. Sósíalistar hafna algjörlega stefnu Samgönguráðherra, Sigurðs Inga Jóhannssonar, um vegagjöld. Vegagjöld eru skattur á lágtekjufólk og fólk sem þarf að ferðast daglega vegna vinnu.

Valdið heim

Grundvallarstefna Sósíalistaflokksins er að fá valdið og þjónustuna heim í byggðirnar. Sósíalistaflokkurinn er landsbyggðarflokkur og sósíalísk byggðastefna er eitt af lykilstefnumálum flokksins. Ákvörðun okkar sem kjósenda í haust er því gífurlega mikilvæg. Kjósum því J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Alþingiskosningunum 25. september næstkomandi.

Guðmundur Auðunsson.

Höfundur er oddviti J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.

 

 

 

Nýjar fréttir