3.9 C
Selfoss

Pure North Recycling komið í úrslit Bláskeljarinnar

Vinsælast

Bláskelin eru nýsköpunarverðlaun Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og eru veitt fyrir framúrskarandi lausn í plastmálefnum. 17 aðilar voru tilnefndir til verðlaunnanna í ár og fjórir þeirra hafa verið valdir í úrslitahóp. Á meðal fyrirtækja sem komust í úrslit er Pure North Recycling sem staðsett er í Hveragerði.

Pure North Recycling sérhæfir sig í endurvinnslu á plastúrgangi og plastefnum sem falla til í íslensku samfélagi. Pure North tekur á móti mörgum tegundum plastefna til endurvinnslu og er eina fyrirtækið sem endurvinnur plast á Íslandi.

Nýsköpunargildi Pure North Recycling felst fyrst og fremst í því að nota nýstárlega aðferð til að knýja endurvinnsluferlið. Pure North nýtir jarðgufu í Hveragerði bæði við þvott og þurrk á plastinu sem verið er að endurvinna. Þessi aðferð er umtalsvert umhverfisvænni en sambærileg ferli í Evrópu. Samkvæmt vistferilsgreiningu er kolefnisspor endurvinnslunnar 75% lægra á hvert unnið tonn en meðallosun í evrópskum plastendurvinnslum. Við vitum ekki til þess að nokkuð annað fyrirtæki í heiminum nýti sér jarðvarma til endurvinnslu á plasti, og því mætti segja að Pure North framleiði eitthvert umhverfisvænasta plast í heiminum í dag.

Nánar má lesa um Bláskelina 2021 á vef Umhverfisstofnunar, ust.is.

Nýjar fréttir