-5.4 C
Selfoss

Eggert Valur uggandi yfir háum veggjöldum

Vinsælast

Nokkuð hefur verið rætt um veggjöld yfir nýja Ölfusárbrú að undanförnu. Sitt sýnist hverjum um þá framkvæmd en meðal þeirra sem þykir veggjaldið heldur hátt er bæjarfulltrúinn Eggert Valur Guðmundsson. „Það er mín skoðun að 400 til 700 krónur séu allt of há gjöld, í mínum huga eru veggjöld í eðli sínu óréttlátur skattur þó að það hefði verið hægt að sætta sig við einhverskonar málamynda gjald til þess að flýta fyrir þessari bráðnauðsynlegu framkvæmd.

Ég sé fyrir mér verði þetta  gjald innheimt hafi það ýmis neikvæð áhrif hér í Árborg, það liggur fyrir að einhverskonar þungatakmarkanir verða yfir gömlu brúnna svo væntanlega þurfa vörubílar og stórir flutningabílar að greiða þetta háa gjald sem fer að öllum líkindum beint inn í vöruverð og eykur byggingakostnað í sveitarfélaginu. Að auki þurfa þessir stóru og þungu bílar að nota gatnakerfi bæjarins meira sem er ekki í öllum tilfellum hannað fyrir slíka umferð.

Austurvegurinn á Selfossi verður á forræði sveitarfélagsins eftir að ný brú verður tekin í gagnið, og til stendur að skipa vinnuhóp á næstu dögum sem skipaður verður fulltrúum frá sveitarfélaginu og hagsmunaaðilum á miðsvæði Selfoss um hvert hlutverk aðalgötunnar verður í framtíðinni. Í allri umræðu um framtíðarhlutverk Austurvegarins hefur verið gengið út frá verulega minni umferð í gegnum bæinn þær forsendur geta að mínum dómi hæglega verið farnar út í veður og vind gangi þessar hugmyndir eftir.“

Nýjar fréttir