Þann 2. september nk. gefst íbúum Árborgar 60 ára og eldri kostur á að sækja heilsuræktarnámkeið sér að kostaðarlausu. Námkeiðið er haldið í samstarfi við Sveitafélagið Árborg og verkefnið Heilsueflanadi Samfélag, sem Árborg er þátttakandi í.
Berglind Elíasdóttir íþróttakennari kennir námkeiðið en Berglind lauk M.Ed. prófi í íþrótta- og heilsufræðum með áherslu á þjálfun eldri aldurshópa 2016. Berglind vann meistaraverkefni sitt undir leiðsögn Dr. Janusar Guðlaugsonar sem er einn reynslumesti sérfræðingur í þessum fræðum hér á landi. Berglind skoðaði meðal annars hverskonar þjálfun ber mestan ávinning fyrir eldri aldurshópa og hvort þörf væri fyrir betra aðgengi og fræðslu fyrir þennan hóp. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að auka þyrfti fræðslu og tækifæri til heilsueflingar eldri aldurs hópa. Berglind hefur starfað við líkamsræktarþjálfun síðan 2008 og undanfarin 6 ár sinnt þjálfun eldri aldurshópa.
Æfingar fara fram í nýja íþróttahúsinu á Selfossi
Markmið námskeiðsins er að viðhalda og efla heilsu fólks og gera einstaklingana sjálfbærari hvað varðar eigin heilsueflingu. Með því að huga vel að þessu aukum við tímann þar sem fólk getur sjálft sinnt athöfnum dagslegs lífs og eru betur í stakk búin að takast á við lífið. Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan og þarf að huga að öllum þessum þremur þáttum í heilsueflingu. Lögð verður áhersla á styrktarþjálfun á námskeiðinu sem er afar mikilvæg á þessum aldri til að bregðast við einkennum öldrunar á borð við vöðvarýrnun, beinþynningu o.fl.. Ásamt því verður þol, jafnvægi og lipurð þjálfuð. Einstaklingum verður mætt þar sem þeir eru staddir í líkamlegri getu og allir fá æfingar við hæfi. Líkamleg þjálfun léttir lundina og að æfa í hóp gerir mikið fyrir félagsleg tengsl. Æfingarnar fara fram í nýja fjölnota íþróttahúsinu við frjálsíþróttavöllinn á Selfossi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:30-11:30. Húsið er glæsilegt og aðstaðan góð, Sveitafélagið Árborg styrkti Félag eldriborgara á Selfossi um æfingaáhaldakaup sl. vetur og verða þau áhöld til afnota. Staðsetning hússins er góð með íþróttasvæðið allt um kring sem býður upp á möguleika á þjálfun utandyra þegar vel viðrar.