-5.4 C
Selfoss

Tómas Ellert ráðin kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu

Vinsælast

Tómas Ellert Tómasson byggingarverkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg hefur verið ráðinn kosningastjóri Miðflokksins á landsvísu vegna alþingiskosninganna þann 25. september næstkomandi. Tómas Ellert hefur í störfum sínum sem bæjarfulltrúi leitt þá gríðarmiklu innviðauppbyggingu sem Svf. Árborg hefur unnið að á undanförnum árum og dylst engum sem átt hefur leið um Selfoss og nágrenni síðustu vikur og mánuði.

Tómas Ellert hefur jafnframt yfirgripsmikla þekkingu á mannvirkjagerð ásamt víðtækri reynslu af stjórnsýslunni í gegnum störf sín sem bæjarfulltrúi og sem fyrrverandi verkefnastjóri á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Miðflokknum er mikill fengur í að fá Tómas Ellert til starfa af fullum krafti í kosningabaráttuna framundan, ekki eingöngu vegna dugnaðar hans og elju, heldur líka vegna þekkingar hans á innviðauppbyggingu sem nýtast mun við uppbyggingu þjóðarleikvanga og samgöngumannvirkja s.s. Sundabraut og öðrum samgönguæðum innan, og til og frá borginni og einnig endurreisn Reykjavíkurflugvallar.

Tómas Ellert skipar að auki 2. sæti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Nýjar fréttir