0.6 C
Selfoss

Set kaupir Dælur og þjónustu

Vinsælast

Set ehf á Selfossi hefur fest kaup á fyrirtækinu Dælur og þjónusta ehf sem nú síðast var í eigu Ísfells hf. Dælur og þjónusta er gamalgróið fyrirtæki sem þjónað hefur innlendum markaði í fjölmörgum atvinnugreinum. Hjalti Þorsteinsson starfaði lengi hjá Dælum en hefur nú verið ráðinn sölu og rekstrarstjóri í lagnavörum í vöruhúsi Set í Reykjavík. Set mun bjóða upp á búnað og lausnir frá virðurkenndum aðilum á sviði dælutækninnar samhliða ýmsum öðrum hliðarvörum með framleiðslu fyrirtækisins og sérsmíði.  Þessi útvíkkun á starfsemi Set er rökrétt framhald af ört vaxandi aðkomu félagsins að tæknilegum úrlausnarefnum á fjölbreyttum lagnasviðum fyrir veitustofnanir og ýmsa atvinnuvegi. Hjá Set starfa nú 90 manns í aðalstöðvum félagsins á Selfossi, í vöruhúsi í Klettagörðum, verkmiðju Set Pipes GmbH í Haltern am See í sambandsríkinu Nord Reihn Westphalia í Þýskalandi og nýrri söluskrifstofu félagsins Set Pipes AS í Frederikshavn á norður Jótlandi í Danmörku.

Nýjar fréttir