Sunnudaginn 8. ágúst kl. 14 verður útimessa í Arnarbæli í Ölfusi. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Esterar Ólafsdóttur. Prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Messukaffi að guðsþjónustu lokinni.
Arnarbæli er fornfrægur kirkjustaður við Ölfusá og prestssetur frá því um 1200 og til 1909. Ekið er um Arnarbælisveg, nr. 375, sem er fyrsti afleggjari af þjóðvegi nr. 1, skammt fyrir austan Kotstrandarkirkju og greinilega merktur: Arnarbæli. Ef veðrið bregst flyst guðsþjónustan inn í Kotstrandarkirkju.