1.7 C
Selfoss

Glæsilegt húsnæði Grunnskólans í Hveragerði bíður eftir nemendum

Vinsælast

Húsið er hannað af Dr. Magga, sem hefur haft hönnun skólahúsnæðis í Hveragerði í höndum sínum. Nú er húsnæðið klárt og búið er að opna það, þó ekki komi nemendur fyrr en í haust. Í samtali við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar kemur fram að bygging húsnæðisins hafi gengið vel. „Við vorum einstaklega heppin með verktaka, hönnuði og annað sem þarf til að koma að byggingum sem þessum á legg. Verkefnið var á áætlun og hefur gengið algerlega snurðulaust fyrir sig.“

Metnaður í að ganga vel frá umhverfinu kringum skólann

Samkvæmt Aldísi var lögð á það áhersla að tengja skólann við Lystigarðinn og mikil vinna var lögð í að vanda til verka við að ganga frá umhverfinu eftir að framkvæmdum lauk. „Það var mikið kappsmál og metnaður lagður í að ganga frá umhverfinu á sem bestan og fallegastan máta. Að tengingin við Lystigarðinn fengi að njóta sín og að lóðin sem slík yrði fullfrágengin þegar að skóli hæfist.“ Eins og sjá má á myndinni fellur byggingin vel inn í umhverfið og nýtur sín vel.

Heilmikil og kærkomin viðbót við skólann

„Það var auðvitað farið að þrengja að í skólanum þannig að tímabært var að ráðast í þessa framkvæmd. Þarna verða alls 6 stofur ásamt fjölnotarýmum milli stofa. Þá verður miðrými sem mun nýtast vel í starfseminni. Ég held að nemendur og starfsfólk sé spennt að mæta í skólann með haustinu og sjá nýju bygginguna og nýta þá auknu kosti sem hún hefur í för með sér,“ segir Aldís að lokum.

Mynd: GPP.

 

Nýjar fréttir