-11.6 C
Selfoss

Jón Ingi sýnir í Gallery Listasel, Selfossi

Vinsælast

Jón Ingi Sigurmundsson  opnar sýningu í  Gallery Listasel , Brúarstræti 1, Selfossi ( í nýja miðbænum) sunnudaginn 1. ágúst. Gallery Listasel var opnað fyrir skömmu og er mjög glæsilegt gallerý og vel staðsett. Jón Ingi sýnir sem fyrr vatnslitamyndir og myndefnið héðan af svæðinu, Selfossi, Eyrarbakka, Þingvöllum og víðar. Sýningin stendur út ágústmánuð. Gallerýið er opið frá kl 11- 14 á sunnudögum en aðra daga frá kl 11- 18.

 

Nýjar fréttir