Alls voru 63 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. Þrír þeirra fóru þó umtalsvert hraðar en lög gera ráð fyrir og stefndu öðru fólki í hættu með athæfi sínu.
Ökumaður á ferð um Biskupstungnabraut við Tannastaði var mældur á 184 km/klst, en leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og mál hans bíður nú meðferðar hjá ákærusviði.
Þá var erlendur ferðamaður mældur á 154 km/klst á Suðurlandsvegi við Dalsel. Þá var sá þriðji mældur á 147 km/klst við Rauðalæk.