-1.6 C
Selfoss

Nína myndhöggvari í Fljótshlíð

Vinsælast

Hrafnhildur Schram listfræðingur ræðir um Nínu Sæmundsson myndhöggvara (1892-1965) að Kvoslæk í Fljótshlíð laugardaginn 17. júlí kl. 15.00.

Nína fæddist í Nikulásarhúsum, skammt austan við Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þar er nú Nínulundur til minningar um hana, fyrstu íslensku konuna sem helgaði sig höggmyndalist.

Á liðnum vetri veitti ríkisstjórn Íslands félaginu Afrekshugur fjórar milljónir króna í styrk til að láta gera afsteypu af verki Nínu, Afrekshugur, Spirit of Achievement, táknmynd Waldorf Astoria hótelsins í New York síðan 1931. Verður afsteypan reist á Hvolsvelli.

Hrafnhildur Schram ritaði ævisögu Nínu sem Crymogea gaf út árið 2015.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga styður Gleðistundirnar í Hlöðunni að Kvoslæk.

Nýjar fréttir