1.1 C
Selfoss

Fjör á Allt sem flýgur

Vinsælast

Flughátíðin Allt sem flýgur var haldin á flugvellinum á Hellu sl. helgi. Hátíðin hefur vaxið með hverju ári og hefur hún verið ómissandi hluti af sumrinu hjá mörgum.

Á hátíðinni gafst fólki tækifæri til að kynnast fluginu með einstökum hætti. Svæðið var ein samfelld flugsýning frá föstudegi til sunnudags og gat maður skoðað vélarnar, setið við flugbrautina og fylgst með alls konar loftförum á svæðinu leika listir sínar.

Hápunktur krakkanna var karamellukastið á laugardeginum þegar sælgæti rigndi yfir svæðið. Á laugardagskvöldi var svo ekta íslensk kvöldvaka í flugskýlinu.

Myndir: Tryggvi Rúnarsson

Nýjar fréttir