-4.9 C
Selfoss

Blíðskaparveður á Kótelettunni

Vinsælast

Kótelettan, grill- og tónlistarhátíð, var haldin í 11. skipti um helgina, í blíðskaparveðri á Selfossi.

Hátíðin var mjög vel sótt og leyndi það sér ekki að heimamenn og aðrir gestir skemmtu sér konunglega. Langar raðir mynduðust hjá grillurunum, sem sáu um að koma gómsætu kjötmeti í hátíðargestina. En þar sáu stjórnmálamenn meðal annars um að grilla kótelettur til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Einnig var fjölmennt í leiktækin á svæðinu og mátti sjá gleðina skína úr andlitum barnanna. Þétt var setið á barnasýningunni á sviðinu og stóðu BMX-bræður einnig fyrir sínu með stórkostlegri hjólasýningu.

Nýjar fréttir