-1.1 C
Selfoss

Verslanir í nýja miðbænum opnaðar á næstu dögum

Vinsælast

Þeir sem hafa átt leið framhjá nýja miðbænum á Selfossi undanfarna daga hafa eflaust tekið eftir því hve svæðið er þétt setið af iðnaðarmönnum. Þeir hafa sést að störfum, allt frá skrúðgarðyrkjumönnum að helluleggja yfir í málara að klára að klæða húsin í réttu litina. Útskýringin á öllum þessum látum er heldur einföld; það styttist óðfluga í opnun miðbæjarsins, að hluta.

Þær verslanir sem munu opna í fyrsta áfanganum eru Penninn Eymundsson, Flying Tiger, jólabúðin Mistilteinn, 1905 Blómahús og galleríið Listasel, en einnig mun Skyrheimar mathöll opna í Mjólkurbúinu í þessum áfanga. Þegar blaðamaður leit við mátti sjá að undirbúningur er mjög langt kominn og sumar verslanirnar tilbúnar að opna.

Eins og staðan er í dag snýst þetta um að gera útisvæðið klárt og passa upp á að öll leyfi séu til staðar.

Nýjar fréttir