3.9 C
Selfoss

Okkur fannst vanta eitthvað nýtt og ferskt

Vinsælast

Fleiri og fleiri skyndibitastaðir eru nú farnir að bjóða upp á hollari valkosti, en í vikunni bættist Skalli á Selfossi í þann hóp þegar þeir byrjuðu að selja hollustuskálar. Skálarnar eru í grunninn gerðar úr Pitaya-drekaávextinum, sem síðan er hægt að bæta ofan á allskonar hráefni.

„Okkur fannst vanta fleiri holla valkosti á Selfossi. Skálarnar okkur eru í grunninn mjólkurlausar og vegan, þannig að þær eru góður kostur fyrir þá sem borða ekki dýraafurðir. Einnig leggjum við mikla áherslu á hraða afgreiðslu,“ segir Katrín Lóa, verslunarstjóri Skalla.

Katrín segist ekki hafa áhyggjur af samkeppninni, þar sem flestir af samkeppnisaðilunum þeirra eru að vinna með mjólkurvörur, en skálarnar þeirra eru með kókosmjólk og því alveg mjólkurlausar.

Í lokin segir Katrín að skálarnar þeirra séu léttari og ferskari en fyrir finnast.

Nýjar fréttir