3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Ný stjórn Hamars hefur ráðið nýjan þjálfara

Ný stjórn Hamars hefur ráðið nýjan þjálfara

Ný stjórn Hamars hefur ráðið nýjan þjálfara

Hamar hefur gengið frá ráðningu á þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta, en Rui Costa hefur verið ráðinn og tekur hann við liðinu af Máté Dalmay. Rui Costa var í fyrra þjálfari kvennaliðs Vitória SC, einu af stærstu félögum í Portúgölskum körfuknattleik. Rui þekkir vel til 1. deildarinnar á Íslandi en hann var tímabilið 2019-2020 aðstoðarþjálfari Chris Caird hjá Selfossi. Rui Costa er ráðinn til tveggja ára.

Nýverið tók ný stjórn við körfuknattleiksdeild Hamars. Kristinn Ólafsson leiðir nýja stjórn, en stjórnin bindur miklar vonir til samstarfsins með Rui Costa. Ný stjórn leggur áherslu á að efla yngriflokka starfið, samhliða því að auka umgjörðinna í kringum meistaraflokka félagsins.