7.3 C
Selfoss

Íbúar hrósa krökkunum í vinnuskóla Árborgar

Vinsælast

Það er sumarlegt að líta yfir bæinn í dag og krakkar í bæjarvinnunni í óða önn að gera bæinn snyrtilegan. Elín Hafsteinsdóttir, íbúi í Árborg, tók sérstaklega eftir stúlkum sem hafa verið natnar við að hreinsa við Tunguveginn á Selfossi og fékk leyfi til að smella af þeim mynd. „Göngustígurinn sem liggur hér á milli var alveg hræðilegur á að líta í gær. Stelpurnar byrjuðu um morguninn að taka hann í gegn. Seinnipartinn var hann orðinn stórglæsilegur og þær virkilega hafa vandað sig og gert þetta vel,“ segir Elín. Í máli Elínar kemur fram að það sé mikilvægt að veita athygli því sem vel er gert og því hafi hún fengið að taka mynd og hrósað þeim á Facebooksíðunni Íbúar í Árborg.

Nýjar fréttir