7.8 C
Selfoss

44 keppendur í Bláskógaskokki

Vinsælast

Bláskógaskokk HSK var haldið sunnudaginn 13. júní sl. Samtals tóku 44 keppendur þátt í hlaupinu, 31 hljóp 10 mílur og 13 manns hlupu fimm mílur. Framkvæmd hlaupsins gekk vel, þrátt fyrir leiðindaveður.

Steinunn Lilja Pétursdóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki í 10 mílum á 1;20,37 klst. og í karlaflokki var það Sölvi Sturluson sem sigraði á 1;14,10 klst. Sigmar Egill Baldursson kom fyrstur í mark í styttri vegalengdinni á 39,52 mín og í kvennaflokki var það Þórdís Valsdóttir á tímanum 50,50 mín. Sigurvegararnir fengu  sérverðlaun sem var gisting á Hótel Örk. Þá er Fontana á Laugarvatni þakkaður stuðningurinn við hlaupið.

Heildarúrslit eru á www.timataka.net og fleiri myndir má sjá á www.hsk.is.

Á næsta ári verður afmælishlaup, en þá verða 50 ár liðin frá því fyrsta Bláskógaskokkið var haldið árið 1972.

Nýjar fréttir