-6.3 C
Selfoss

Ódýrar og umhverfisvænar almenningssamgöngur á Selfossi

Vinsælast

Ónýtt kerfi

Þakkargjörðarveisla

Ég borga glaður skatta

Lyftistöng fyrir samfélagið

Fimmtudaginn 10. maí, opnaði deilileiga fyrir rafskútur á Selfossi undir merkjum Hopp. Þjónustan verður opnuð sem sérleyfi (e. franchise) en það er hann Sigurgeir Skafti Flosason sem eru að opna reksturinn hér í bænum. Skafti opnaðu einnig Hopp í Hveragerði í seinustu viku og hafa viðtökur þar verið frábærar. Opnað verður með 50 rafskútum á Selfossi og hægt verður að fylgjast með starfseminni á Suðurlandinu á Facebook og Instagram undir nafninu Hopp Suðurland. Fyrir þá sem ekki vita er Hopp ehf alíslenskt fyrirtæki sem býður upp á þjónustu þar sem hægt er að leigja rafskútur innan ákveðins þjónustusvæðis. Notendur aflæsa rafskútunum með appi og geta síðan keyrt um á þeim gegn vægu gjaldi. Þegar ferðinni er lokið er hægt að leggja rafskútinni hvar sem er innan þjónustusvæðis. Þjónustusvæðið nær yfir allt bæjarfélagið. Appið er fáanlegt bæði fyrir Android og iPhone og er mjög auðvelt í uppsetningu. Rafskúturnar eru með hámarkshraða upp á 25km/klst og komast hátt í 35km á einni hleðslu. Allur rekstur Hopp er umhverfisvænn og er einungis notast við umhverfisvæna ferðamáta, svo sem rafmagns- eða metanbíla, til að sinna starfseminni. Notendur geta því hoppað um Suðurlandið vitandi að þau skilji ekki eftir sig kolefnisspor.

Líkt og í Reykjavík mun Hopp á Selfossi sjá til þess að þjónustan gagnist heimamönnum fyrst og fremst. Markmiðið er að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænan, ódýran og handhægan ferðamáta til þess að komast leiðar sinnar á svæðinu. Það mun kosta 100 kr. að aflæsa rafskútunum og svo 30 kr. hver mínúta í leigu þar á eftir. 10 mínútna ferð mun þá einungis kosta litlar 400kr. Einnig er hægt að setja rafskútuna í „pásu“ og kostar þá mínútan aðeins 20 kr. (Sjá nánari upplýsingar í Hopp-appinu). Við viljum biðja notendur þjónustunnar um að fara varlega og fylgja umferðarlögum. Einnig er mælt eindregið með því að fólk noti hjálma á meðan hoppað er um götur bæjarins. Í appinu eru nákvæmar leiðbeiningar og notendaskilmálar um hvernig á að nota þjónustuna og hvar er leyfilegt að hoppa. Við uppsetningu á appinu eru notendum kennt hvernig á að leggja rafskútunum að ferð lokinni þannig að þær verði ekki í vegi fyrir öðrum vegfarendum. Fyrstu dagana munu nýir notendur sem sækja appið fá fyrstu tvær ferðirnar sínar ókeypis. Við vonum að þessi þjónusta verði kærkomin viðbót við litríka og skemmtilega bæjarlífið hérna á Selfossi.

Frekari upplýsingar veitir Sigurgeir Skafti, fyrir hönd Hopp á Suðurlandinu, í síma 846-7713 eða með netfanginu sudurland@hopp.bike.

Nýjar fréttir