-0.7 C
Selfoss

Opnun hálendisvega í Landmannalaugar

Vinsælast

Vegagerðin mun opna veg 208 í Landmannalaugar í Friðlandi að Fjallabaki laugardaginn 12. júní nk. Landverðir og skálaverðir eru mættir til starfa og undirbúa nú opnun svæðisins og munu taka vel á móti öllum sem hafa hugsað sér að líta inn í laugar.
Vegur F208 um Fjallabak nyrðra og vegur F225 um Dómadal verða áfram lokaðir og staðan tekin á þeim eftir helgina. Umhverfisstofnun vill vekja athygli á því að náttúran á hálendinu er viðkvæm á þessum árstíma þar sem gróður er að vakna til lífsins og frost að fara úr jörðu. Það er því mikilvægt að ganga einungis á göngustígum þar sem þeir eru til staðar og hlífa gróðri fyrir öllu traðki. Nokkrar gönguleiðir eru lokaðar tímabundið á Landmannalaugarsvæðinu þar sem er mikil aurbleyta. Þetta eru m.a. gönguleiðir á Suðurnámur og um Vondugiljaurar.

Nýjar fréttir