1.7 C
Selfoss

Velunnari Víkurskóla færir skólanum góða gjöf

Vinsælast

Einn af velunnurum Víkurskóla hún Guðný Guðnadóttir kom færandi hendi í þann 25. maí sl.  og færði ferðasjóði nemenda peningagjöf eins og hún hefur gert í mörg ár. Tilefni gjafarinnar og skilyrði er að nemendur Víkurskóla séu reyklausir og noti hvorki tóbak né munntóbak. Guðný ávarpaði nemendur í 5.-7. bekk og hvatti þau til að neita aldrei tóbaks. Hún sagði þeim m.a. frá því að hún sjálf leggi ávallt fyrir andvirði þess sem hún myndi nota í tóbak ef hún neytti þess og peningana hefur hún notað til ferðast fyrir og jafnvel boðið einhverjum með sér í slíkar ferðir. Guðný er nemendum Víkurskóla góð fyrirmynd og skólinn er henni þakklátur fyrir hennar gjafmildi. Guðný færði skólanum jafnframt laserbendil að gjöf. Það voru fulltrúar nemendaráðs í hópnum sem veittu gjöfunum viðtöku.

 

Nýjar fréttir