1.7 C
Selfoss

Deildarmyrkvi á sólu á Íslandi 10. júní

Vinsælast

Í frétt á síðu Veðurstofu Íslands eru góðar upplýsingar um deildarmyrkva á sólu þann 10. júní nk. Í deildarmyrkva fer tunglið fyrir hluta sólarinnar, en ekki verður almyrkvi.  Í Reykjavík hefst myrkvinn kl. 09:06 og lýkur kl. 11:33.  Hann verður mestur kl. 10:17, en þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun. Mesta myrkvun á Íslandi verður breytileg eftir landsvæðum, 56-65% og tímasetningu getur skeikað um nokkrar mínútur frá Reykjavík.  Skýjafar og veður hafa mikil áhrif á hversu vel myrkvinn sést.

„Þetta verður mesti sólmyrkvi á Íslandi frá því fyrir sex árum, 20. mars 2015, en þá varð 98% myrkvun í Reykjavík og yfir 99% á Austfjörðum, en þá sást almyrkvi á Svalbarða og í Færeyjum“ segir Þórður Arason, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. „Því miður lítur ekki vel út með veðrið á fimmtudaginn og stefnir í rigningu víða um land, en þó er ekki útilokað að það rofi til smástund einhversstaðar“, segir Þórður og minnir á að til að vernda augun er nauðsynlegt að hafa sérstök gleraugu við að skoða sólmyrkva!

Þessi myrkvi mun hvergi sjást á jörðinni sem almyrkvi, en mun koma fram sem hringmyrkvi við sólarupprás í Ontario í Kanada, færist svo hratt í norður, yfir norðurhluta Grænlands og endar í Síberíu.  Við hringmyrkva er tunglið of langt frá jörðu til að hylja alla sólina og sólin nær að skína hringinn í kringum tunglið.

Nýjar fréttir