1.7 C
Selfoss

Grenndarstöðvum komið upp á Stokkseyri og Eyrarbakka

Vinsælast

Starfsmenn sveitarfélagsins Árborgar hafa lokið við uppsetningu á grenndarstöðvum á Eyrarbakka og á Stokkseyri. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu kemur fram að tilraunaverkefni hafi verið í gangi frá 2019 þar sem álíka stöðvum var komið upp við Sunnulækjarskóla með góðum árangri. Það var mat sveitarfélagsins að ekkert væri því til fyrirstöðu en að halda áfram með verkefnið. Grenndarstöðin er hugsuð sem yfirfall blátunnuefnis heimilanna. Þá er tekið á móti þeim glerúrgangi sem safnast á heimilum.

Á Eyrarbakka er grenndarstöðin við áhaldahús sveitarfélagsins við Búðarstíg en á Stokkseyri er stöðin við áhaldahús sveitarfélagsins við Eyrarbraut 41.

Fleiri grenndarstöðvar væntanlegar

Í sumar verður komið upp grenndarstöðvum víðsvegar á Selfossi að auki við þá sem nú er við Sunnulækjarskóla. Staðsetningar stöðvanna er þannig: Móavegur – Hagalækur, Engjavegur – bílastæði við íþróttasvæði, Miðtún – Ártún og Tjarnarbyggð á gatnamótum norðurgötu og suðurgötu.

 

Nýjar fréttir