3.9 C
Selfoss

Ákall um að Árborg leyfi geymslu ferðavagna við grunnskóla í sumar

Vinsælast

Íbúi í Árborg benti á fyrirkomulag sem Hafnarfjarðarbær hefur boðið íbúum sínum upp á undanfarin ár. Íbúum þar hefur gefist kostur á að geyma ferðavagna sína í bílastæðum við grunnskóla sveitarfélagsins, meðan skólarnir eru lokaðir. Leyfið nær yfir tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og önnur útilegutæki sem í notkun eru yfir sumartímann og erfitt er að koma fyrir innan lóðarmarka án þess að þau verði fyrir eða til ama fyrir aðra. Leyfið gildir meðan grunnskólar sveitarfélagsins eru lokaðir.

Því er hér með komið á framfæri til sveitarfélagsins að kanna möguleika á þessum fleti í þjónustu sinni við íbúa.

 

Nýjar fréttir