-2.2 C
Selfoss

Hamar Íslandsmeistari í blaki

Vinsælast

Karlalið Hamars í blaki tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á KA. Hamar vann fyrri leik liðanna í Hveragerði einnig 3-0 og einvígið samtals 2-0.

Fyrsta hrina var jöfn og spennandi og lauk með 25-23 sigri Hamars. Í annarri hrinu var Hamar með yfirhöndina en KA klóraði í bakkann í lokin og staðan var 21-19 þegar Hamar spýtti í lófana og kláraði hrinuna 25-19. Þriðja hrina var allan tímann í höndum Hamars og lauk henni einnig með 25 stigum gegn 19.

Hamar vann því einvígið um Íslandsmeistaratitilinn örugglega og er á sínu fyrsta ári í efstu deild handhafi allra 3ja bikaranna, bikarmeistarar, deildarmeistarar og nú Íslandsmeistarar.

Nýjar fréttir