-1.1 C
Selfoss

Árborg hyggst ekki reka hjúkrunarheimili við HSU

Vinsælast

Í fundargerð bæjarráðs Árborgar kemur fram að Sveitarfélagið Árborg hyggist ekki reka hjúkrunarheimilið sem nú rís við hlið HSU á Selfossi. „Erindi barst frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem óskað var eftir ákvörðun um hvort sveitarfélagið hyggist sjá um rekstur nýja hjúkrunarheimilisins eða muni fela öðrum aðila rekstur þess. Sveitarfélagið Árborg hyggst ekki sjá um rekstur hjúkrunarheimilisins en hvetur heilbrigðisráðuneytið til að flýta vali á rekstraraðila svo sem kostur er, enda styttist nú mjög í að hjúkrunarheimilið verði tilbúið.“

 

Nýjar fréttir