-6.8 C
Selfoss

Framkvæmdir í Sundlauginni við Laugarskarð tímafrekari en gert var ráð fyrir

Vinsælast

Nú standa yfir framkvæmdir við endurbætur á búningsklefum Sundlaugarinnar Laugaskarði, Hveragerði og hefur sundlaugin verið lokuð frá því í október vegna þessa.  Um sögufræga byggingu er að ræða en húsið teiknaði Gísli Halldórsson arkitekt og var það byggt árið 1963.  Af mörgum er þessi bygging talin ein sú fallegasta sem Gísli teiknaði en húsið fellur einstaklega vel að umhverfi sínu og skapar gott skjól á sólríkum dögum fyrir norðanáttinni.  Að sögn Aldisar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, hafa þessar framkvæmdir reynst nokkuð tímafrekari og umfangsmeiri en upphaflega var gert ráð fyrir.  Meðal annars reyndist nauðsynlegt að byggja nýja byggingu norðan við húsið undir innganginn sem auk þess að hýsa loftræsisamstæðu og tæknibúnað mun nýtast sem geymsla.  „Því miður  verður einhver bið á því að sundlaugin opni fyrir almenning en allir gera sér þó góða grein fyrir því að margir bíða í ofvæni eftir því að geta aftur heimsótt Laugaskarð en stefnt er að opnun laugarinnar fyrir almenning í júní.“  Meðfylgjandi myndir gefa góða mynd af umfangi framkvæmda á svæðinu.

 

 

Nýjar fréttir