-5 C
Selfoss

Rafhlaupahjól munu standa vegfarendum á Selfossi til boða

Vinsælast

Selfyssingum mun frá og með næsta laugardegi gefast kostur á að leigja sér svo kölluð ZOLO hlaupahjól. Í samtali við Adam Helgason, framkvæmdarstjóra ZOLO kemur fram að upphafi verði um 20 hjól til leigu víðsvegar um bæinn. Það standi svo til að auka það um þrjátíu hjól í lok mánaðarins. „Við hjá ZOLO erum full tilhlökkunar að geta boðið Selfyssingum upp á grænni og skemmtilegari ferðamáta. Hlaupahjólin eru auðveld í notkun og verða í boði til allra sem eiga snjallsíma, en eina leiðin til að geta leigt sér rafhlaupahjól er í gegnum appið okkar sem hægt er að finna í App store og Google play,“ segir Adam í samtali við dfs.is. Aðspurður um ástæður þess að hefja starfsemi á Selfossi segir Adam: „Nú þegar Selfoss er í mikilli uppbyggingu og nýr miðbær á leiðinni þá teljum við ZOLO tilvalda viðbót við samgöngur í bænum. Einnig hef ég alltaf átt mikil tengls við Selfoss og eyddi miklum tíma þar sem barn hjá ömmu minni, Aðalheiði Jónasardóttir heitinni og þykir mér gaman að fá loksinns afsökun til að heimsækja Selfoss oftar!“

Markmiðin hjá Adam eru einföld. Draga út kolefnismengun og það megi gera með því að bjóða upp á grænni og skemmtilegri ferðamáta. Hann hvetur fólk til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér hjólin í lengri og skemmri skutl.

Nánari upplýsingar má fá hér.

Nýjar fréttir