-8.2 C
Selfoss

Kirkjubæjarskóli fékk 800 þús kr styrk úr Sprotasjóði

Vinsælast

Kirkjubæjarskóli hefur, í samstarfi við ráðgjafa- og rannsóknafyrirtækið RORUM ehf, fengið styrk frá Sprotasjóði að upphæð kr. 800.000 fyrir þróunarverkefnið Staðarvitund og geta til aðgerða – leiðir til að skapa lærdómssamfélag í grunnskóla í brothættri byggð.

Markmið verkefnisins er að þróa aðferðir, byggða á hugmyndafræðinni um staðarnálgun og sjálfbærnimenntun til að styrkja nemendur sem virka þátttakendur og gerendur í sköpun lærdómssamfélags sem miðar að því að gera þá að fullgildum þátttakendum við gerð samfélagsáætlana í brothættri byggð. Mikilvægt er að til þess að samfélag, sem skilgreint hefur verið sem brothætt, og allir íbúar þess geti náð þeim framtíðarmarkmiðum að blómstra. Því er nauðsynlegt að gefa nemendum rými til að koma að gerð áætlana samfélagsins. Séu nemendur virkir þátttakendur er líklegra að þeir þrói með sér staðarvitund og séu þess vegna líklegir til að vilja búa í samfélaginu sem fullorðnir einstaklingar.

Afrakstur verkefnisins eru aðferðir og skipulag sem nýst geta skólum til að efla sitt samfélagslega hlutverk og mótun framtíðarstefnu þar sem nemendur eru efldir til að verða virkir þátttakendur og gerendur. Vinnan fer fram í tveimur þemavikum, þar sem fyrst er unnið með verkefni sem þjálfa getu nemenda til aðgerða og er tengt sjálfbærnimenntun og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Síðan verður unnið með verkefni sem miðar að því að efla staðartengsl og staðarvitund.

Verkefnið hefst í haust með því að Anna Guðrún Edvardsdóttir, verkefnastjóri, sérfræðingur hjá RORUM heldur vinnustofu með starfsfólki Kirkjubæjarskóla þar sem verkefnið verður undirbúið. Anna Guðrún er með doktorsgráðu í menntunarfræðum og hefur langa reynslu sem kennari á grunn-, framhalds- og háskólastigi auk stjórnunar í grunnskóla. Þá hefur hún tekið þátt og stýrt rannsóknar- og þróunarverkefnum.

)

Nýjar fréttir