3.9 C
Selfoss

Ísey Skyr Bar opnar á Selfossi

Vinsælast

„Það hefur lengi verið kallað eftir hollari valkostum í veitingaflórunni á Selfossi og það er mjög ánægjulegt að geta svarað því kalli,“ segir Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, nýráðin rekstrarstjóri Skyrlands, en nú er orðið staðfest að Ísey Skyr Bar mun opna samhliða upplifunarsýningunni Skyrlandi í nýjum miðbæ Selfoss í sumar.

Elísabet var ráðin úr stórum hópi umsækjanda, en hún er ferðamálafræðingur frá Háskóla Íslands og með MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Elísabet er tveggja barna móðir, Selfyssingur í húð og hár, og er hennar fyrsta verk að finna fleiri Sunnlendinga í teymið. „“Það er frábært fyrir mig sem Selfyssing að koma inn í þetta metnaðarfulla verkefni og afskaplega gaman að taka þátt í að undirbúa og móta þessa sýningu og þá þjónustu sem boðið verður upp á samhliða henni. Við erum að auglýsa eftir starfsfólki í ýmis störf og áhugasamir mega endilega hafa samband.“

Opnun er fyrirhuguð í lok júní samhliða opnun miðbæjarins, um svipað leyti og létt verður á öllum samkomutakmörkunum vegna Covid-19 og erlendir ferðamenn fara aftur að streyma til landsins. „Það er mikil tilhlökkun og við finnum fyrir mikilli jákvæðni og bjartsýni í nærsamfélaginu,“ segir Elísabet.

 

Nýjar fréttir