-1.5 C
Selfoss

Vegfarandi sá reyk í gróðri við Þrastalund og ræsti út slökkvilið

Vinsælast

Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu kemur fram að: „Snör viðbrögð vegfarenda komu í veg fyrir mikla vá. Vegfarandi varð var við reyk er barst frá gróðri í skóglendi skammt austan við Þrastarlund um klukkan tíu í morgun.“
Samkvæmt upplýsingum hringdi Viðkomandi  beint í Neyðarlínu 112 og tilkynnti málið en snaraði sér út úr bílnum með skóflu í hönd og hóf slökkvistörf ásamt því að kalla fleiri nærstadda til verksins með sér.
Lögregla og slökkviliðsmenn komu á vettvang skömmu seinna og réðu niðurlögum eldsins með vegfarendum.
þarna munaði litlu að illa færi því gríðarlegt gróðurlendi er þarna á svæðinu og mikið af sumarhúsum sem gætu orðið eldinum að bráð ef eldur nær sér á strik við aðstæður eins og nú eru.
Mjög þurrt er á suðurlandi um þessar mundir og ekki er útlit fyrir rigningu í bráð. það er því mjög mikilvægt að fólk fari varlega með eld og aðra hitagjafa í náttúrunni.
Öryggi okkar hvað þetta varðar er ekki einkamál hvers og eins. Við verðum að hafa augun opin og hjálpa hverju öðru að muna að fara varlega í tíð eins og þessari.

Nýjar fréttir