-2.2 C
Selfoss

Gakktu til liðs við okkur!

Vinsælast

 

Sæll ágæti lesandi !

Það er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt að hafa Kiwanisklúbb innan sinnar raða, en Kiwanishreyfingin vinnur undir kjörorðinu „Hjálpum börnum heimsins¨. Þau eru ófá verkefnin sem Kiwanishreyfingin á Íslandi hefur unnið að í þágu barna og samfélagsins í heild. Allir landsmenn þekkja t.d. Hjálmaverkefnið það sem öll börn í fyrsta bekk fá reiðhjólahjálm að gjöf.

Kiwanishreyfingin var stofnuð árið 1915 í Bandaríkjunum en hreyfingin hóf störf á Íslandi árið 1964. Meðal stórra verkefna á heimsvísu má nefna að Kiwanis hefur útrýmt joðskorti sem var þekkt vandamál í þróunarlöndum, barist við MNT sem er fæðingarstífkrampi, hjálpað fylgdarlausum börnum á flótta og svona mætti lengi telja. Í okkar umdæmi sem telur Ísland og Færeyjar eru verkefnin mörg eins og áðurnefnt hjálmaverkefni, aðstoð og gjafir til skóla og leikskóla, aðstoða foreldra við kaup á íþróttagleraugum fyrir börnin svo eitthvað sé nefnt.  Við höfum einnig gert stórátak í geðverndarmálum með því að styrkja Barna og unglingadeild Landspítalans og Píetasamtökin. Þau verkefni ganga mjög vel með ykkar hjálp, en fólkið í landinu er ávallt tilbúið að styðja okkar fjáraflanir með miklum myndarskap.

Hér á Árborgarsvæðinu hefur Kiwanisklúbburinn Búrfell unnið frábært starf fyrir samfélagið í rúm 50 ár en klúbburinn var stofnaður 30. september 1970. Klúbburinn var í upphafi skipaður mönnum frá Selfossi og Eyrabakka. Klúbburinn hefur styrkt samfélagið um 35 miljónir króna til ýmissa félagasamtaka og barna hér á svæðinu.

Nú er staðan sú að meðlimir Búrfells eru komnir á efri ár og því vantar okkur fólk á öllum aldri til að koma að stofnun satellite klúbbs, sem er hliðarklúbbur sem myndi starfa við hlið Búrfells og taka síðan við keflinu síðar meir. Umdæmisþingi 2022 er stórverkefni sem Búrfellsfélagar hafa tekið að sér og væri það tilvalið fyrir nýjan klúbb að koma að því verkefni til að kynnast Kiwanis starfinu. Verkefnið ærið en klúbburinn hefur gert þetta áður og þeir munu leysa þetta verkefni með sóma eins og ávallt.

Hvers vegna ætti að gerast Kiwanisfélagi: Einstaklingar, bæði menn og konur sem hafa þá gullvægu regluna að leiðarljósi að láta gott af sér leiða fyrir börn og samfélagið í heild sinni, og koma fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig og síðan en ekki síst vinna í frábærum félagskap í anda Kiwanis.

Ágæti lesandi nú reynum við að koma af stað hópi svo hægt sé að halda nánari kynningarfund í lok maí og viljum við biðja áhugasama að hafa samband á netfangið tomas@kiwanis.is eða í síma
864 1577.

Með ósk um góðar undirtektir.

         Tómas Sveinsson fyrrverandi umdæmisstjóri

 

 

Nýjar fréttir