-5.5 C
Selfoss

34 nemendur Sunnulækjarskóla áfram Stærðfræðikeppninni Pangea

Vinsælast

Stærðfræðikeppnin Pangea hefur verið haldin á Íslandi á hverju ári síðan 2016. Allir nemendur í 8. og 9. bekk geta tekið þátt í fyrstu umferð keppninnar. Stigahæstu keppendur úr fyrstu umferð komast áfram í aðra umferð og ræðst í þeirri umferð hverjir komast alla leið í úrslit. 3783 nemendur í 8. og 9. bekk um allt land tóku þátt í fyrstu umferð. Við erum við stolt að segja frá því að Sunnulækjarskóli á 34 nemendur sem komust áfram í aðra umferð keppninnar sem fór fram 16. mars síðastliðinn, segir í tilkynningu frá skólanum.“

Nemendur úr 8. bekk sem komust áfram í aðra umferð Pangea. Frá vinstri: Viktoría Björg, Silja Lind, Dagný Katla, Aðalheiður Ágústa, Stephanie Ósk, Ársæll, Oliwia Eva og Eyþór Birnir. Fremri röð: Þórey Kristín og Helga Júlía. Á myndina vantar: Anný Elísabet, Arnbjörgu Ýr, Bergrós og Harald Elí.

Nemendur úr 9. bekk sem komust áfram í aðra umferð Pangea.  Aftari raðir frá vinstri: Aþena Rós, Konráð Ingi, Bergþóra Sól, Guðmundur Alexander, Dýrleif Nanna, Axel Sturla, Eva Katrín, Daníel Breki, Oliver Jan, Gísli Steinn, Birkir Hrafn, Baldur Prause og Sindri Steinn. Fremri röð: Tinna Lind, Arnór Daði, Sigurður Darri, Ari Gauti, Bjarni Valur, Dagur Nökkvi og Hörður Anton.

Á myndinni er hluti hópsins sem komst áfram í stærðfræðikeppninni Pangea.

Nýjar fréttir