0.6 C
Selfoss

Sveitarfélagið Árborg endurnýjar þjónustusamning við BFÁ

Vinsælast

Sveitarfélagið Árborg og Björgunarfélag Árborg hafa endurnýjað þjónustusamning um verkefni sem björgunarfélagið kemur að í sveitarfélaginu.

Samningurinn felur í sér helstu verkefni sem björgunarfélagið kemur að en þau eru framkvæmd áramótabrennu á Selfossi, flugeldasýningar, aðstoð við snjómokstur fyrir eldri borgara, viðhald jólaljósa á Ölfusárbrú og framkvæmd sjómannadagshátíðar á Stokkseyri ásamt aðkoma að öðrum hátíðum. Sveitarfélagið Árborg styrkir félagið einnig árlega með sérstökum rekstrarstyrk sem fer í almennan rekstur, barna- og ungmennastarfið og æfingar félagsmanna.

Björgunarfélag Árborgar er mikilvæg stoð í samfélaginu og sinnir fjölda útkalla á hverju ári. Flest í nærsamfélaginu en einnig um allt land. Helsta fjáröflun félagsins á hverju ári er flugeldasalan en sú nýjung að bjóða upp á gróðursetningu eða svokallað „rótarskot“ hefur gengið vel og má segja að félagið sé komið af stað í þá vegferð að kolefnisjafna sína starfsemi.

Núverandi samningur er til eins árs en til stendur að vinna drög að lengri samning á árinu enda samstarfið gengið mjög vel í gegnum árin og er ánægjulegt að samstarfið haldi áfram.

Á myndinni eru Guðbjörg Jónsdóttir, formaður frístunda- og menningarnefndar, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Jóhann Valgeir Helgason, formaður BFÁ og Katrín Rut Sigurgeirsdóttir.

 

Nýjar fréttir