3.9 C
Selfoss

Fimm skólar á Suðurlandi fá styrk úr sprotasjóði

Vinsælast

Sportasjóður mennta- og menningarmálaráðuneytisins styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Á dögunum var úthlutað úr sjóðnum og hljóta alls 42 verkefni styrki að þessu sinni. Heildarupphæð styrkjanna eru rúmlega 54 milljónir kr. Áherslusvið sjóðsins að þessu sinni eru á lærdómssamfélög skóla og drengi og lestur. Fimm skólar á Suðurlandi fengu úthlutun úr verkefninu.

„Umsóknir í Sprotasjóð bera vitni um nýsköpun, samvinnu og grósku sem einkennir íslenska skóla. Þar er gríðarlegur metnaður og vilji til góðra verka sem mikilvægt er að styðja við,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Þeir skólar sem hlutu úthlutun eru:

Barnaskólinn á Stokkseyri og Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 1.100.000 fyrir verkefnið BES lítur sér nær. Kirkjubæjarskóli á Síðu hlaut styrk að upphæð 800.000 fyrir verkefnið staðarvitund og geta til aðgerða – leiðir til að skapa lærdómssamfélag í grunnskóla í brothættri byggð. Stekkjaskóli á Selfossi hlaut styrk að upphæð 950.000 fyrir verkefnið Að byggja upp lærdómssamfélag í nýjum grunnskóla. Víkurskóli hlaut styrk að upphæð 1.200.000 fyrir verkefnið Strandlínurannsókn nemenda í Víkurskóla. Grunnskóli Vestmannaeyja hlaut styrk að upphæð 2.400.000 fyrir verkefnið Kveikjum neistann.

 

Nýjar fréttir