1.7 C
Selfoss

Eldri borgarar – Hvaða fyrirbæri er það?

Vinsælast

Við eldri erum þverskurður af þjóðfélaginu, sum vellauðug, önnur bláfátæk og allt þar á

milli. Tölfræðin segir okkur að Íslendingar 67 ára og eldri séu um 45.000. Þar af fá um

37.000 greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (Tr.), um 8.000 hafa annað hvort ekki óskað

eftir eftirlaunum, eða hafa mánaðartekjur yfir 616.184 kr. og missa því réttinn til

eftirlauna. Um 10.000 eru talin lifa undir fátæktarmörkum, þar af hafa um 4.500 eingöngu

eftirlaun frá Tr. (hámark kr. 266.033 fyrir skatt).

Að meðaltali höfum við eldri það ágætt fjárhagslega. Er einhver ástæða til að við, sem

erum svo heppin að hafa náð þessum aldri höfum áhyggjur af þeim sem lægstar hafa

tekjurnar, þ.e.a.s. ef við fyllum ekki þann hóp? Mega þau ekki bara eiga sig?

Við segjum nei. Þjóðfélagið allt ber ábyrgð á því að allir eldri borgarar geti lifað

mannsæmandi lífi. Í hópnum með lökustu afkomuna er m.a. fólk sem hefur unnið

láglaunastörf, t.d. umönnunarstörf. Störf sem eru nauðsynleg fyrir gangverk þjóðfélagsins.

-Nauðsynleg fyrir ríka jafnt sem fátæka. Eitt ríkasta þjóðfélag í heimi getur ekki látið

fátækt viðgangast.

Handónýt kjarabarátta

  • Ófáar eru greinarnar sem fólk ritar um nauðsyn þess að bæta kjör hinna verst settu

og afnema skerðingar.

  • Mörg þeirra 56 félaga eldri borgara um land allt álykta á aðalfundum sínum um

bætt kjör.

  • Landsfundir Landssambands eldri borgara (LEB) samþykkja langa texta í sömu veru.
  • Stjórn LEB situr endalaust á fundum í ráðuneytum og nefndum Alþingis.
  • Stjórnmálaflokkarnir allir sem einn hafa bætt kjör okkar á loforðalistum sínum

fyrir kosningar vel vitandi að við höfum öll atkvæðisrétt og erum ódýr atkvæði

-óþarfi að efna loforðin.

Nánast ekkert þokast í rétta átt. Hvað er að?

Við eldri erum veikur þrýstihópur:

  • Sköpum lítil verðmæti, en tókum fullan þátt í að byggja upp það þjóðfélag sem við

höfum í dag.

  • Erfitt fyrir stjórnvöld að vita hvað við raunverulega viljum því okkur skortir

samstöðu, tölum út og suður, einn vill þetta, annar hitt til að bæta kjör og sumum

er slétt sama, þurfa engar kjarabætur.

  • Við erum slök í að leiðrétta rangfærslur þeirra sem landinu stjórna og annarra um

ágæt kjör. Afkomendur okkar trúa bullinu!

Hvað er til ráða? Við getum breytt baráttuaðferðum

Fólk hefur viðrað ýmsar hugmyndir:

  • Stofna stjórnmálaflokk eldri borgara.

-Við eldri erum flest vön að styðja sama flokk og treg til að breyta. Auk þess yrði

flokkur með eitt aðal baráttumál aldrei sterkur á þingi, ef hann væri svo heppinn

að ná lágmarks fylgi.

  • Semja við stjórnmálaflokk um samstarf.

-Hvoru megin lenti sá flokkur, í stjórn eða stjórnarandstöðu? Í samsteypustjórn þarf

að semja um málamiðlanir og í stjórnarandstöðu eru flokkar áhrifa litlir. Og við

höfum bitra reynslu af kosningaloforðum sem aldrei stóð til að efna.

  • Fara í mál við ríkið, sbr. Gráa herinn, sem vonandi vinnur málið. En málsókn hlýtur

alltaf að vera neyðarúrræði. Stjórnvöld hafa í hendi sér að setja ný lög til að færa

málin til fyrra horfs.

 

Grasrótarleiðin

Við sem þetta ritum höfum áhuga á að skoðuð verði leið sem kalla mætti grasrótarleiðina.

Í 55 félögum eldri borgara, sem dreifð eru um allt land eru um 27.000 félagar, margir í

staðbundnum félögum stjórnmálaflokkanna. Ef þetta fólk er virkjað til að tala máli eldri

borgara er líklegt að hægt sé að hafa áhrif á stjórnmálafólk upp í gegn um stofnanir

flokkanna til að tala máli okkar og berjast fyrir bættum kjörum.

Forysta LEB og stefnumótun í kjaramálum

Við vikum að því að framan að kjarabaráttan væri ómarkviss. Nauðsynlegt er að marka

stefnu sem við eldri getum sameinast um og koma henni á framfæri sem víðast í

samfélaginu og ekki síst til grasrótar stjórnmálaflokkanna.

Þannig að:

  • Kjaranefnd og stjórn LEB undirbúi stefnu í kjaramálum eldri borgara og leggi fyrir

næsta landsfund til samþykktar. (Við höldum að stefna sé sterkara og varanlegra

vopn í kjarabaráttu en ályktanir. Stefnu má alltaf aðlaga að breyttum aðstæðum á

landsfundum).

  • Mikilvægt er að aðildarfélög LEB séu höfð með í ráðum við stefnumótunina, að LEB

kynni þeim áform um samræmda stefnu og óski eftir hugmyndum.

  • Stefna verði gefin út í bæklingi með ábendingum um hvernig vænlegt er að kynna

málið í grasrótarfélögum stjórnmálaflokkanna, í kjördæmisráðum og á

landsfundum. Ritinu verði dreift til allra í félögunum 55 með hvatningu um að þeir

kynni og berjist fyrir málefninu í sínum flokkum.

  • Einnig verði stefnunni komið á framfæri við stjórnvöld, fjölmiðla og hvar sem

hugsanlegt er að geta haft áhrif.

  • LEB kappkosti að leiðrétta rangfærslur sem birtast í fjölmiðlum.
  • LEB miðli upplýsingum til aðildarfélaganna, sem koma þeim áfram til meðlima

sinna. Félögin geta ekki öll haldið úti eigin vefsíðum. LEB getur boðið þeim sem það

vilja pláss á vefsíðu sinni til að koma efni á framfæri. Félögin gætu annað hvort

sjálf sett efni á sitt vefsvæði eða fengið aðstoð LEB til þess.

  • Okkur vantar stuðning í þjóðfélaginu. Hvar er hans að leita?

-Hjá afkomendum okkar, sem vonandi lifa það að verða eldri borgarar og stjórna

landinu í dag. Minnum þau á það!

-Hjá verkalýðsfélögunum sem við höfum byggt upp.

Samstaða er lykillinn að velgengni!

Stjórn FEBRANG, Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu

Ásdís Ólafsdóttir, Jón Ragnar Björnsson, Sigrún Ólafsdóttir, Svavar Hauksson,

Vilborg Gísladóttir, Þorsteinn Markússon, Þórunn Ragnarsdóttir

Nýjar fréttir