-4.5 C
Selfoss

Grímugerð á Gullkistunni

Vinsælast

Eitt af markmiðum með starfsemi Gullkistunnar á Laugarvatni er að mennta og nýta þá þekkingu og sköpunarkrafta sem listamennirnir sem þar dvelja búa yfir og deila þeim með nærsamfélaginu, börnum, unglingum og fullorðnu fólki. Í þeim skilningi er Gullkistan skóli. Á liðnum mánudegi 22. mars fóru þar fram tvö námskeið í grímugerð fyrir börn á grunnskólaaldri í Bláskógabyggð að frumkvæði Öldu Sigurðardóttur og undir stjórn myndlistarmannsins og kennarans Kristel Maamägi frá Eistlandi. Fyrir námskeiðið fóru börnin í leiðangra um þorpið og skóginn og fundu alls kyns efni sem þau þurrkuðu og undirbjuggu fyrir grímugerðina. Gullkistan lagði til ull frá Eyvindartungu, nauðslynleg verkfæri og nokkra aðstoðarmenn sem einnig eru listamenn og dvelja þessa dagana þar. Myndirnar tala sínu máli.

Nýjar fréttir