-6.7 C
Selfoss

Lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns sigrar fjórgang Suðurlandsdeildarinnar

Vinsælast

Virkilega sterk fjórgangskeppni fór fram í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi þar sem 56 knapar tóku þátt. Í Suðurlandsdeildinni keppa áhuga- og atvinnumenn saman í forkeppni en svo eru úrslit fyrir hvorn flokk fyrir sig.

Í gærkvöldi var það lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns sem stóð stigahæst eftir fjórganginn en Arnhildur Helgadóttir á Draumhyggju frá Eystra-Fróðholti endaði í 3. sæti í flokki atvinnumanna, Hekla Katharína Kristinsdóttir á Lilju frá Kvistum endaði í 10. – 11. sæti atvinnumanna, Rúna Björg Vilhjálmsdóttir á Aroni frá Þóreyjarnúpi endaði í 2. sæti í flokki áhugamanna og Rakel Nathalie Kristinsdóttir á Krás frá Árbæjarhjáleigu endaði í 7.-8. sæti í flokki áhugamanna. Glæsilegur árangur þar.

Úrslit í báðum flokkum voru geysi spennandi og virkilega sterkir hestar sem öttu þar kappi. Í flokki atvinnumanna var það Þór Jónsteinsson á Frá frá Sandhól úr liði Efsta-Sels sem stóð uppi sem sigurvegari og í flokki áhugamanna var það Vilborg Smáradóttir á Sigri frá Stóra-Vatnsskarði úr liði Smiðjan Brugghús. Virkilega sterk úrslit.

Niðurstöður úrslita má sjá hér að neðan.

A úrslit atvinnumanna í fjórgang 2021
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Þór Jónsteinsson Frár frá Sandhól 7,30
2 Elin Holst Gígur frá Ketilsstöðum 7,17
3 Arnhildur Helgadóttir Draumhyggja frá Eystra-Fróðholti 7,10
4 Hanna Rún Ingibergsdóttir Harpa frá Engjavatni 6,97
5 Elín Magnea Björnsdóttir Melódía frá Hjarðarholti 6,93
6 Hjörtur Magnússon Viðar frá Skeiðvöllum 6,83
7 Brynja Kristinsdóttir Sóley frá Blönduholti 6,73
A úrslit áhugamanna í fjórgang 2021
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Vilborg Smáradóttir Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 6,77
2 Rúna Björg Vilhjálmsdóttir Aron frá Þóreyjarnúpi 6,77
3 Árni Sigfús Birgisson Baldursbrá frá Ketilsstöðum 6,67
4 Elín Árnadóttir Blær frá Prestsbakka 6,57
5 Bertha María Waagfjörð Amor frá Reykjavík 6,47
6 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg Fengsæll frá Jórvík 6,43

 

Eftir fyrstu tvær greinar Suðurlandsdeildarinnar er það lið Byko sem leiðir með 186 stig, í öðru sæti er Smiðjan Brugghús með 156 stig og þriðja sæti lið Húsasmiðjunnar með 153 stig.

Sæti Lið Samtals
1. Byko 186
2. Smiðjan Brugghús 156
3. Húsasmiðjan 153
4. Kvistir 149
5. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 147
6. Krappi 139,5
7. Efsta-Sel 116
8. Fet/Þverholt 112,5
9. Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær 111,5
10. Toltrider 104,5
11. Heklu hnakkar 96,5
12. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 89,5
13. Kjarr 39
14. Káragerði/Lokarækt 24

 

Það eru þó fjölmörg stig eftir í pottinum enda þrjár greinar eftir, framundan eru því hörku spennandi deild og mjótt á munum.

Næsta grein er fimmgangur og fer hún fram í Rangárhöllinni á Hellu þann 30. mars! Sjáumst þar í gegnum AlendisTV!

Nýjar fréttir