Virkilega sterk fjórgangskeppni fór fram í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi þar sem 56 knapar tóku þátt. Í Suðurlandsdeildinni keppa áhuga- og atvinnumenn saman í forkeppni en svo eru úrslit fyrir hvorn flokk fyrir sig.
Í gærkvöldi var það lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns sem stóð stigahæst eftir fjórganginn en Arnhildur Helgadóttir á Draumhyggju frá Eystra-Fróðholti endaði í 3. sæti í flokki atvinnumanna, Hekla Katharína Kristinsdóttir á Lilju frá Kvistum endaði í 10. – 11. sæti atvinnumanna, Rúna Björg Vilhjálmsdóttir á Aroni frá Þóreyjarnúpi endaði í 2. sæti í flokki áhugamanna og Rakel Nathalie Kristinsdóttir á Krás frá Árbæjarhjáleigu endaði í 7.-8. sæti í flokki áhugamanna. Glæsilegur árangur þar.
Úrslit í báðum flokkum voru geysi spennandi og virkilega sterkir hestar sem öttu þar kappi. Í flokki atvinnumanna var það Þór Jónsteinsson á Frá frá Sandhól úr liði Efsta-Sels sem stóð uppi sem sigurvegari og í flokki áhugamanna var það Vilborg Smáradóttir á Sigri frá Stóra-Vatnsskarði úr liði Smiðjan Brugghús. Virkilega sterk úrslit.
Niðurstöður úrslita má sjá hér að neðan.
A úrslit atvinnumanna í fjórgang 2021 | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Þór Jónsteinsson | Frár frá Sandhól | 7,30 |
2 | Elin Holst | Gígur frá Ketilsstöðum | 7,17 |
3 | Arnhildur Helgadóttir | Draumhyggja frá Eystra-Fróðholti | 7,10 |
4 | Hanna Rún Ingibergsdóttir | Harpa frá Engjavatni | 6,97 |
5 | Elín Magnea Björnsdóttir | Melódía frá Hjarðarholti | 6,93 |
6 | Hjörtur Magnússon | Viðar frá Skeiðvöllum | 6,83 |
7 | Brynja Kristinsdóttir | Sóley frá Blönduholti | 6,73 |
A úrslit áhugamanna í fjórgang 2021 | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Vilborg Smáradóttir | Sigur frá Stóra-Vatnsskarði | 6,77 |
2 | Rúna Björg Vilhjálmsdóttir | Aron frá Þóreyjarnúpi | 6,77 |
3 | Árni Sigfús Birgisson | Baldursbrá frá Ketilsstöðum | 6,67 |
4 | Elín Árnadóttir | Blær frá Prestsbakka | 6,57 |
5 | Bertha María Waagfjörð | Amor frá Reykjavík | 6,47 |
6 | Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg | Fengsæll frá Jórvík | 6,43 |
Eftir fyrstu tvær greinar Suðurlandsdeildarinnar er það lið Byko sem leiðir með 186 stig, í öðru sæti er Smiðjan Brugghús með 156 stig og þriðja sæti lið Húsasmiðjunnar með 153 stig.
Sæti | Lið | Samtals |
1. | Byko | 186 |
2. | Smiðjan Brugghús | 156 |
3. | Húsasmiðjan | 153 |
4. | Kvistir | 149 |
5. | Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún | 147 |
6. | Krappi | 139,5 |
7. | Efsta-Sel | 116 |
8. | Fet/Þverholt | 112,5 |
9. | Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær | 111,5 |
10. | Toltrider | 104,5 |
11. | Heklu hnakkar | 96,5 |
12. | Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð | 89,5 |
13. | Kjarr | 39 |
14. | Káragerði/Lokarækt | 24 |
Það eru þó fjölmörg stig eftir í pottinum enda þrjár greinar eftir, framundan eru því hörku spennandi deild og mjótt á munum.
Næsta grein er fimmgangur og fer hún fram í Rangárhöllinni á Hellu þann 30. mars! Sjáumst þar í gegnum AlendisTV!