Eftirlitsmenn Vegagerðarinnar urðu snemma í morgun varir við sprungur í Suðurstrandarvegi (427) um 1,3 km vestan við Vigdísarvallaveg. Fyrir kl. 11 á laugardag var búið er að aka alla vegi á svæðinu og fleiri sprungur sáust ekki. Vegagerðin hefur fylgst grannt með síðan þessi jarðskjálfrahrina hófst.
Svo sem sjá má á myndunum eru skemmdirnar ekki miklar og sprungan ekki stór og því ekki ástæða til að loka veginum. Eigi að síður nær sprungan yfir allan veginn. Skemmdir verða skoðaðar nánar og gert við veginn eins fljótt og kostur er.
Verið er að merkja staðinn og vara vegfarendur við en ljóst er að nauðsynlegt er að aka varlega á öllu þessu svæði því jarðskjálftar halda áfram að koma.
Vegagerðin mun halda áfram að vakta vegakerfið sérstaklega á þessu svæði. Fylgist með á heimasíðunni eða á Twitter Vegagerðarinnar.