8.4 C
Selfoss

Ný rannsóknartæki á Selfossi og í Vestmanneyjum

Vinsælast

Rannsóknastofa HSU á Selfossi hefur í rúm 10 ár verið samtengd rafræna rannsóknakerfinu Flexlab sem LSH heldur utan um og er nú tengd við flestar rannsóknastofur á landinu. Rannsóknarstofan í Vestmannaeyjum hefur ekki búið við þann kost þar sem tækjabúnaðurinn hefur ekki stutt við þessar tengingar. Bein rafræn tengin við Flexlab eykur öryggi rannsóknarniðurstaðna og tryggir réttar skráningar í kerfunum. Það er því löngu orðið tímabært að endurnýja tækjakostinn á rannsóknarstofunni í Vestmanneyjum svo hægt verði að koma rafrænum tengingum í notkun.
Nýr tækjabúnaðurinn hefur verið settur upp á Selfossi er af gerðinni Cobas 6000 en tækið er mun öflugra en þau tæki sem það leysir af hólmi. Mikil aukning hefur átt sér stað í rannsóknarfjölda á Selfossi og náði eldri tækjabúnaður ekki með góðu móti að anna þeim rannsóknarfjölda sem bárust rannsóknarstofunni.
Tækjabúnaðurinn sem settur verður upp í Vestmannaeyjum er einnig af gerðinni Cobas og styður við rafræna tengingu við Flexlab. Undirbúningur fyrir breytingunum í Vestmannaeyjum er nú í fullum gangi og standa vonir til að rannsóknartækin verði komin í fulla notkun fyrir 20. febrúar n.k.

Meðfylgjandi mynd sýnir glæsilegan hóp starfsmanna við nýja rannsóknartækið á Selfossi.

Nýjar fréttir