-10.3 C
Selfoss

Bæjarráð Hveragerðisbæjar vill frekari vernd á Hengilssvæðinu

Vinsælast

Á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar þann 4. febrúar sl. var lagt fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál. Afgreiðsla bæjarráðs var svohljóðandi:

„Bæjarráð fagnar því að Grænsdalur og Bitra á Hengilssvæði skuli vera sett í verndarflokk í áætluninni enda er þar um að ræða einstaka náttúru sem greinilega er orðin sátt um að beri að vernda. Um leið undrast bæjarráð að Þverárdalur skuli vera settur í nýtingarflokk. Þverárdalur ásamt Innstadal, sem felldur er undir biðflokk, býr yfir einstakri fjölbreytni og fegurð, sem nauðsynlegt er að varðveita ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Hengilssvæðið er ómetanleg náttúruperla í næsta nágrenni við þéttbýlasta svæði landsins og býður það upp á staði þar sem hægt er að njóta öræfakyrrðar þrátt fyrir þéttbýlið allt um kring. Dalirnir hér norðan við Hveragerði og svæðið í kringum Ölkelduháls eru einstakt náttúruundur og það umhverfi ætti að vernda með öllum tiltækum ráðum. Því svæði tilheyrir m.a. Þverárdalur, Reykjadalur og Grænsdalur, Kattatjarnir og annað umhverfi Hengilsins.“  Bæjarráð fól bæjarstjóra að koma þessum sjónarmiðum bæjarráðs til nefndarmanna.

 

 

Nýjar fréttir