-6.1 C
Selfoss

Börn að selja viðkvæmar myndir í gegnum samfélagsmiðla

Vinsælast

Í framhaldi af umræðu á RÚV um rannsókn á greiðslum netníðinga til barna fyrir nektarmyndir vill forvarnarhópur Árborgar vekja sérstaka athygli á málinu þar sem t.d. er reynt að ná samskiptum við börn í gegnum samfélagsmiðlana Snapchat, Instagram, Telegram og Tiktok ásamt einhverjum tölvuleikjum.

Forvarnarhópur Árborgar vill hvetja foreldra til að ræða þessa hluti við börnin sín sem hafa snjallasíma og aðgang að samfélagsmiðlum og um leið fylgjast vel með notkun. Ljósmynd sem fer á internetið er því miður ekki hægt að ná til baka og getur fylgt viðkomandi alla ævi með skelfilegum afleiðingum. Um leið vill forvarnarhópur Árborgar benda á að flestir samfélagsmiðlar eru með 13 ára aldurstakmark.

Símanúmer Lögreglunnar á Suðurlandi er 444 2000 og er hægt að hafa samband við barnavernd Árborgar í síma  480 1900 á dagvinnutíma til að ræða við félagsráðgjafa. Komi upp neyðartilvik eftir að skrifstofu hefur verið lokað, getur þú hringt í 112 og sagt frá áhyggjum þínum. Netfang barnaverndarteymis Árborgar er barnavernd@arborg.is.

 

Nýjar fréttir