3.9 C
Selfoss

Hljómsveitin Moskvít gefur út sitt annað lag

Vinsælast

Sunnlenska hljómsveitin Moskvít gaf á dögunum út sitt annað lag. Lagið ber nafnið Human Error. Lagið er einnig titillagið á fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Platan verður gefin út í tveimur hlutum. Sá fyrri lítur dagsins ljós í apríl. Áætlað er að seinni hluti plötunnar komi út í maí eða júní. Platan er þemaplata sem snertir á ýmsu. Meðal annars siðfræði, menningu og heimspeki sem miðlað er í gegn um raðmorðingja. Það er Dynur Recording Studio í Hveragerði sem sér um upptöku og hljóðblöndun.

Lagið fjallar um raðmorðingja

Lagið Human Error fjallar um raðmorðingja og samband hans við konu sem tekur virkan þátt í morðum hans. Morðinginn heldur að hann hafi konuna á sínu bandi en í raun vefur konan honum um fingur sér. „Mórall söugunnar er að stundum reynir maður að ganga í augun á fólki sem vill ekkert með mann hafa. Þó maður snúist í kringum það og gerir allt til að halda því góðu, samsvarar það ekki að þú fáir eitthvað í staðinn. Stundum reynir maður jafnvel að fá sína verðleika frá því fólki en það er enginn sem getur fært þér þá.“ Hljómsveitin saman stendur af fjórum meðlimum. Það eru þeir: Sigurjón Óli Arndal Erlingsson – Söngur/Bassi
Alexander Örn Ingason – Trommur/bakraddir
Jón Aron Lundberg – Píanó/Bakraddir
Valgarður Uni Arnarsson – Gítar/Bakraddir

Áhugasamir geta nálgast lagið á streymisveitum eins og Spotify og Youtube.

 

 

Nýjar fréttir