Söfnun jólatrjáa mun fara fram hjá Sveitarfélaginu Árborg laugardaginn 9. janúar frá kl. 10. Íbúar þurfa að vera búnir að setja jólatré sín út á gangstétt eða að lóðamörkum og verða þau þá fjarlægð. Mikilvægt er að trén séu sýnileg frá götunni. Það er Körfuknattleiksfélag Selfoss sem sér um sönunina í ár, en ekki verður um frekari safnanir á trjám að ræða innan sveitarfélagsins þetta árið. Þó má alltaf koma trjám á gámasvæði sveitarfélagsins í Víkurheiði á opnunartíma þess.
Samhliða þessu hvetur sveitarfélagið íbúa sína til þess að hreinsa upp flugelda og það sem til fellur eftir nýárs- og þrettándagleði.