í Tilkynningu frá Bláskóabyggð kemur fram að Umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2020 hafi verið afhent 16. des sl. Torfhús Retreat, Dalsholti fengu verðlaunin í ár. „Torfhúsin eru einstaklega smekkleg, falleg ásýndar og falla vel inn í umhverfið með tilvísun til fyrri byggingarhefða Íslendinga. Allt umhverfi húsanna er til fyrirmyndar og gengið frá öllu jarðraski og grætt um leið og verk hafa verið unnin og húsin falla vel inní landslagið.“ Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar hafði veg og vanda af vali verðlaunanna.
Alice Alexandra Hoop og Sigurður Jensson tók við verðlaununum fyrir Torfhús Retreat úr hendi Agnesar Geirdal, formanns umhverfisnefndar Bláskógabyggðar. Með þeim á myndinni eru Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, og Helgi Kjartansson, oddviti.