-6 C
Selfoss

Er Grýla grænmetisæta?

Vinsælast

Ævintýrið um Augastein er hugljúft jólaævintýri þar sem sögusviðið er gamla bændasamfélagið. Í ævintýrinu er að finna skýringuna á því hvers vegna íslensk börn eiga þann skemmtilega sið að setja einn skó út í glugga þrettán nóttum fyrir jól. Hver hefur ekki velt því fyrir sér? Byggðasafn Árnesinga fékk Augastein í heimsókn þessa aðventu og er jólaævintýrið aðgengilegt fyrir alla á heimasíðu safnsins, byggdasafn.is. Höfundur sögunnar, Felix Bergsson, hleypti sögunni af stokkunum í Húsinu á Eyrarbakka 1. desember síðastliðinn þegar hann las fyrsta hlutann. Hann fékk til sín góða gesti sem fylgdust vel með og höfðu ýmislegt til málanna að leggja. Börn af leikskólanum Brimveri voru stórskemmtilegir gestir og þau hafa ekki miklar áhyggjur af Grýlu nútímans. Samkvæmt þeirra heimildum þá er hún nú orðin grænmetisæta sem étur aðeins fjallagrös og sýður jurtaseyði.

 

http://www.byggdasafn.is/aevintyrid-um-augastein/

 

 

 

 

Nýjar fréttir